Header Paragraph
8. mars
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þá verður haldið málþing á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands í samstarfi við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Vigdísarstofnun. Á dagskrá málþingsins verða bæði erindi og umræður um kvennahreyfingar og -sögu á Íslandi, í Úkraínu og Kósovó.
Málþingið fer fram í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar, kl. 18.00 til 20.00.
Erindi flytja:
- Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ.
- Iryna Hordiienko, sjónvarpsframleiðandi frá Kyiv.
- Linda Gusia, lektor við félagsfræðideild háskólans í Pristína.
- Pallborðsumræður með þáttöku Ragnheiðar Krisjánsdóttur, Iriynu Hordiienko, Lindu Gusia og Oksönu Shabatura.
Tónlistaratriði.
Dagskráin fer fram á ensku. Á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin!