Á vettvangi

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður, mun reglulega birta greinar á vef Úkraínuverkefnisins í sumar,  en í þeim mun Valur lýsa því hvernig umhorfs er í landi sem á í allsherjarstríði. Valur bjó í Kænugarði COVID-vorið 2020 og skrifaði þar bókina Bjarmalönd sem fjallar um þau lönd sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Eftir að stríðið hófst hélt hann til Úkraínu sem fréttaritari vefsíðu RÚV og fór meðal annars á átakasvæðin í Donbas. Nú er hann aftur kominn til Úkraínu og leggur þar lokahönd á næstu bók.

Valur er með meistaragráðu í sagnfræði þar sem hann skrifaði lokaverkefni um uppruna Úkraínu og Rússlands undir leiðsögn Sverris Jakobssonar. Hluta BA námsins tók hann í Austur-Evrópufræðum við Háskólann í Helsinki eftir lok kalda stríðsins.