Staðreyndavaktin

Úkraína og innrás Rússa í Úkraínu hafa verið fyrirferðarmikil í alþjóðlegri þjóðfélagsumræðu í um eitt og hálft ár. Á þessum tíma hafa fjölmiðlar og vefsíður fyllst af aragrúa fullyrðinga um Úkraínu, stríðið og orsakir þess og ýmislegt fleira sem tengist úkraínsku þjóðinni. Í staðreyndavakt Úkraínuverkefnisins verður farið yfir ýmsar staðhæfingar sem birst hafa um Úkraínu í þjóðfélagsumræðu undanfarinna ára. Reynt verður að hnekkja rangfærslum, leiða sannleika í ljós og setja hinar ýmsu staðhæfingar í rétt samhengi.

Ef lesendur sjá fullyrðingar um Úkraínu eða stríðið og vilja álit um sannleiksgildi þeirra verður hægt að beina fyrirspurnum til Úkraínuverkefnisins: helgabrekkan@hi.is Umsjónarmaður staðreyndavaktarinnar er Þorgrímur Kári Snævarr.