Header Paragraph

Ár frá innrás

Image
""

„Ár frá innrás“ er yfirskrift málþings á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands í samstarfi við Alþjóðamálastofnun sem haldið verður í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 24. febrúar kl. 12 til 13:15.

Dagskrá

  • Hanna Havryletz „Exlibrisar“ fyrir einleiksfiðlu. Fiðluleikari: Kateryna Mysechko, Sinfóníuhljómsveit Íslands.
  • Opnunarerindi: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
  • Úkraínsk þjóðernisvitund á stríðstímum. Volodymyr Kulyk, Vísindamaður við Kuras stjórnmála- og þjóðfræðistofnunina hjá Vísindaakademíu Úkraínu. 
  • Pallborðsumræður: Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra, Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði og Dagný Hulda Erlendsdóttir, fréttamaður á RUV. 
  • Valentyn Sylvestrov „Tvær serenöður“ fyrir einleiksfiðlu. Fiðluleikari: Kateryna Mysechko, Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Fundarstjóri: Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði.

Málþingið fer fram á ensku og íslensku og verður streymt á Zoom. Samtímis túlkun í boði á staðnum og í streymi á ensku og úkraínsku.