Erfitt fyrir Úkraínumenn að sækja fram

„Það sem hefti Rússa áður, heftir Úkraínumenn svolítið núna,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður, um stöðu gagnsóknar Úkraínumanna sem hófst nýverið.  Valur segir það hafa reynst Úkraínumönnum erfitt að sækja fram því Rússar séu búnir að grafa sig niður, koma fyrir jarðsprengjum og það sé erfitt fyrir Úrkaínumenn að fara yfir þessi svæði sem Rússar eru búnir að hafa yfirumráð síðustu mánuði. Til að sækja fram og brjótast í gegn þurfi liðssöfnun á litlum svæðum, „en með öllum þessum, stýriflaugum, svifflaugum, HIMARS og fleira þá er erfitt að safna liðinu saman, það er eiginlega hægt að skjóta hvert sem gerir það erfitt að hafa mikinn liðssöfnuð,“ segir Valur, sem rýnir í stöðu mála í Úkraínu í hlaðvarpinu að þessu sinni. Hann segir frá veru sinni í landinu og fyrirhugaðri ferð þangað, en Valur mun í sumar skrifa reglulegar greinar og viðtöl frá Úkraínu sem munu birtast á vef og facebook síðu Úkraínuverkefnisins. Hægt er að hlusta á viðtalið við Val hér

 

Úkraínuhlaðvarpið verður með vikulega þætti í sumar. Nýir þættir munu birtast á Spotify sem og vef og samfélagsmiðlum Úkraínuverkefnisins á hverjum föstudegi.