Header Paragraph

Fyrirlestur: Myndir af stríði

Image
Valur Gunnarsson

Viðburður á vegum Úkraínuseturs Háskóla Íslands
26. október, kl. 18.00 -19.30
Veröld – Hús Vigdísar, Auðarsalur

Valur Gunnarsson ferðaðist tvö undanfarinn sumur vítt og breitt um Úkraínu, allt frá hinni fornfrægu borg Lviv í vestri til vígstöðvanna í Donbas í austri. Meðal annars fór hann með sjálfboðaliðum að flytja vatn frá Odesa til hinnar vatnslausu Mykolaiv borgar, með birgðaflutningarsveit til Bakmút svæðisins, tók skriðdrekaliða á leið í frí upp í og hitti jarðsprengjuleitarmenn, sem og eina öflugustu árásarsveit Úkraínuhers.

Hér mun hann segja frá reynslu sinni og sýna ljósmyndir frá átakasvæðunum sem fæstar hafa sést áður. Valur hefur áður sent frá sér bókina Bjarmalönd sem fjallar um fyrrum Sovétríkin og nú er nýútkominn bókin Stríðsbjarmar sem fjallar um núverandi ástand sem og þúsund ára sögu Úkraínu allt aftur til víkinga. Hér gefst einstök innsýn inn í einhverja mestu viðburði okkar tíma. 

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Image
Valur Gunnarsson