Header Paragraph

Fyrirlestur Úkraínuseturs HÍ: Oleksiy Tolochko

Image
Oleksiy Tolochko

Oleksiy Tolochko, sagn- og miðaldafræðingur heldur opinn fyrirlestur á vegum Úkraínuseturs Háskóla Íslands sem nefnist „The Primary Chronicle and the Origin of the Kievan State“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Haldið í Auðarsal í Veröld, 23. nóvember kl. 18:00-19:00.

Tolochko starfar við Sagnfræðistofnun National Academy of Sciences of Ukraine. Hann hlaut Kandydat nauk prófgráðu árið 1989 frá National Academy of Sciences í Kyiv.

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur stýrir viðburðinum sem verður fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18:00 í Auðarsal í Veröld – Húsi Vigdísar.

Ókeypis aðgangur öll velkomin!

 

Image
Oleksiy Tolochko