Header Paragraph

Heimildamyndin Brostin bönd 

Image
""

Heimildarmyndin Brostin bönd eftir Andrei Loshak verður sýnd í Veröld á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 18.00. Sýningin er fyrsti viðburður Úkraínuverkefnisins. 

Hér má sjá myndina í heild: https://www.rferl.org/a/ukraine-russia-war/31925032.html

Myndin Brostin bönd fjallar um það hvernig stríðið kom ekki aðeins til Úkraínu heldur hélt innreið sína í rússneskar fjölskyldur. Rætt er við fólk sem upplifað hefur upplausn fjölskyldu- og vinasambanda vegna ólíkra viðhorfa til innrásar Rússa í Úkraínu. Eftir kvikmyndasýninguna fara fram umræður með spurningum frá áhorfendum. Þátttakendur í pallboði verða: Natasha S., ljóðskáld og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi, Yulia Zhatkina, markaðsráðgjafi og sálfræðingur, og kvikmyndagerðarkonan Anastasia Bortuali. Aðgangur er ókeypis. Sjá viðburð á Facebook.