Header Paragraph

Heimildamyndin Mariupolis

Image
""

Úkraínuverkefni Háskóla Íslands sýnir heimildamyndina Mariupolis eftir Mantas Kvedaravičius í Auðarsal í Veröld þriðjudaginn 20.desember kl. 18.00.

Á undan verður sýndur trailer myndarinnar Mariupolis 2 sem hlaut Evrópsku heimildarmyndaverðlaunin í Hörpu þann 10.desember, en hún verður sýnd á vegum Úkraínuverkefnisins á næsta ári. 

Hér má sjá myndina með enskum texta: https://www.arte.tv/en/videos/067103-000-A/mariupol/

Að lokinni sýningu verða umræður og spurningar úr sal. 

Boðið verður upp á veitingar. Aðgangur ókeypis og öll velkomin! ласкаво просимо! 

Mantas Kvedaravičius (1976-2022) var litháískur kvikmyndagerðarmaður með gráðu í mannfræði frá Cambridge háskóla. Fyrsta heimildarmynd hans, BARZAKH, var valin á fjölda hátíða og vann til nokkurra verðlauna, þar á meðal Amnesty International Prize og Samkirkjulegu dómnefndarverðlauna á Berlinale árið 2011. Næstu tvær myndir hans, MARIUPOLIS (2016) og PARTHENON (2019) voru valdar á Berlinale og Alþjóðlega gagnrýnendavikan í Feneyjum, í sömu röð. Mantas Kvedaravičius var handtekinn og drepinn af rússneskum hersveitum í lok mars 2022 í Mariupol á meðan hann var að mynda innrás Rússa á úkraínskt landsvæði. Nánar á Imdb.com.