Heimildamyndir í vinnslu og úkraínski jólasöngurinn Shchedrik
Heimildamyndir í vinnslu og úkraínski jólasöngurinn Shchedryk í Auðarsal í Veröld þann 7.desember kl.18.00-19:30.
Úkraínska kvikmyndagerðakonan Anastasiia Bortual og Börkur Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður segja frá heimildamyndum sem þau eru með í vinnslu.
Börkur Gunnarsson fylgdi Val Gunnarssyni til Úkraínu rúmur þremur mánuðum eftir að stríðið hófst. Hann tók m.a. upp fréttamyndir fyrir RÚV. Í Bucha sá hann að ekki yrði komist hjá því að vinna heimildamynd. Hann vildi fjalla um Úkraínu sem mest til að það gleymdist ekki. Hann ákvað að einbeita sér að menningabreytingum í landinu og fylgist grannt með þeim. Hann mun fjalla um málið í myndum.
Úkraínska kvikmyndagerðakonan Anastasiia Bortual segir frá og sýnir úr heimildamyndinn TEMPORARY SHELTER Tímabundið skjól sem nú er í klippingu. Hún vinnur með framleiðandanum Helga Felixssyni. Myndin segir sögu úkraínsks flóttafólks sem flúðu til Íslands þegar stríð Rússa hófst 24. febrúar 2022. Nú búa þau í smábænum Ásbrú á hrjóstrugum Reykjanesskaga. Fyrrum herstöð er orðin nýtt bráðabirgðaheimili þeirra og hefur íslenska ríkið veitt þeim tímabundna vernd. Meðal úkraínskra flóttamanna eru margar konur sem komu einar eða með börn sín, eiginmenn þeirra urðu eftir í stríðinu. Þær kynnast hver annari og nýja staðnum, ólíku fólki og staðurinn kynnist þeim. Með því að aðlagast nýju umhverfi og eiginleikum þess verður ekkert þeirra eins og áður. Ásbrú er eins og brú á milli fortíðar og framtíðar, eins konar gátt. Fólk hefur annað hvort þegar misst allt eða á á hættu að missa allt. Stríð, hungur, fátækt og pólitískar ofsóknir eru meðal þeirra mála sem oftast leiða fólk hingað. Vikur og mánuðir líða og það er ekki lengur skrítið að sjá sama fólkið í strætó, Úkraínumenn spyrja spurninga um araba, arabar að læra úkraínsku og allt gerist á Íslandi.Vor, sumar, haust og endalaus vetur. Hver mun dvelja þar lengur, hver mun halda áfram og hver mun reyna að snúa aftur?Að lokum kynnir fundarstjóri Helga Brekkan sögu Schedryk og séra Mykhailo Ivanyak prestur frá Úkraínu stjórnar börnum sem syngja úkraínska jólalagið Schedryk. (Carol of the Bells)
Viðburðurinn fer fram í Veröld Auðarsal þann 7. desember kl. 18.00. Á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin!