Header Paragraph

Heimsókn úkraínska leikstjórans Sergei Loznitsa

Image
""

Þann 12. apríl var heimildamyndin Mr.Landsbergis eftir Sergei Loznitsa sýnd í Bíó Paradís í boði litáenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Inga Minelgaité sá um tengsl og aðstoð við fjármögnun verkefnisins. 

Á myndinni er Sergei Loznitsa ásamt Asta Radikaite sendiherra fyrir sýningu á Mr. Landsbergis. Heimildamyndin fjallar um sjálfstæðisbaráttu Litáens.  

Hér má sjá frétt RUV um heimsókn Loznitsa og sýningu á Mr.Landsbergis.

Í Lestinni á Rás 1 þann 12. apríl ræddi Helga Brekkan um Mr. Landsbergis og Sergei Loznitsa kvikmyndagerðamann.

Úkraínuverkefni Háskóla Íslands í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands skipulagði Meistaraspjall Loznitsa þann 14. apríl í Bíó Paradís. Þá var heimildamynd hans Babi Yar Context sýnd og einnig UNE NUIT À L'OPÉRALoznitsa ræddi um vinnuaðferðir sínar við báðar heimildamyndirnar sem hann setti saman úr safnaefni. Bæði kvikmyndagerðamenn og annað áhugafólk um kvikmyndir Loznitsa mættu vel í Bíó Paradís þennan föstudag. 

Við þökkum góðar móttökur og hvetjum alla til að horfa á bæði heimilda- og leiknar myndir Loznitsa sem margar veita innsýn í söguna og forsögu þess sem er að gerast í Úkraínu í dag. 

https://www.youtube.com/@atoms_void_loznitsa/videos 

Image
""

Sergei Loznitsa ásamt Asta Radikaite sendiherra.