Header Paragraph

Kvikmynd um Vasyl Stus

Image
""

Þriðjudaginn 17. janúar sýnir Úkraínuverkefni Háskóla Íslands kvikmyndina Zaboronenyy um úkraínska skáldið Vasyl Stus. Jón Ólafsson kynnir Vasyl Stus og ræðir við Orest Zaklynsky skurðlækni frá Úkraínu um kynslóð andófsmanna frá áttunda ártugnum frá og í Úkraínu. Myndin verður sýnd með enskum texta. Nánar um myndina á Youtube.

Hér er hægt að sjá myndina með enskum texta: https://www.youtube.com/watch?v=GZtiTK_WWl0
 
Vasyl Stus (1938-1985) var úkraínskt skáld, mannréttindafrömuður og andófsmaður sem lést í sovéska öryggisfangelsinu Perm–36 47 ára að aldri. Hann var fyrst dæmdur fyrir andóf 1972 og sat í fangabúðum til 1977. Eftir tveggja ára dvöl til viðbótar í Magadan þar sem hann sætti útlegð eftir fangelsisvistina sneri hann aftur á heimaslóðir 1979, en strax árið eftir var hann enn handtekinn og dæmdur fyrir andsovéskan áróður. Stus var í fremstu röð hinna sovésku „Shestydesiatnyky“ – listamanna og rithöfunda sjöunda áratugarins sem með mismunandi hætti veittu mótstöðu gegn pólitískri og menningarlegri kúgun sovéskra yfirvalda. Hann er fæddur í Vinnytsia í Donetsk héraði þar sem hann ólst upp og gekk í skóla en flutti þaðan til Kiyv. Stus barðist fyrir framgangi úkraínskunnar sem átti mjög undir högg að sækja á áttunda áratugnum, skrifaði og orti á móðurmáli sínu en neitaði að beygja sig undir rússnesku sem opinbert mál heimalands síns. Þegar hann var handtekinn í annað sinn 14. maí 1980 vann hann m.a. að þýðingu á Gúlageyjaklasa Solzhenytíns á úkraínsku. Í lok september 1980 fóru fram réttarhöld þar sem Stus var sakfelldur og dæmdur í 10 ára vist í öryggisfangelsi fyrir síbrotamenn og fimm ára útlegð. Stus sá fjölskyldu sína í síðasta sinn vorið 1981.
Allt árið 1982 dvaldi Stus í einangrun. Á tímabilinu 1980-1985 skrifaði hann síðasta ljóðasafn sitt. Hann lést með óútskýrðum hætti 4. september 1985 en talið er að honum hafi verið styttur aldur. Hann var grafinn í ómerktri gröf í kirkjugarði fangelsisins. Fjórum árum síðar, 19. nóvember 1989, voru líkamsleifar hans fluttar til Kyiv og grafnar þar.

Streymt verður frá viðburðinum: https://livestream.com/hi/vasylstus