Header Paragraph

Kvikmyndasýning: Julia Blue

Image

Kvikmyndin Julia Blue eftir Roxy Toporowych frá árinu 2018 verður sýnd á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands, fimmtudaginn 21. september kl. 18:00 í Auðarsal í Veröld. Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Julia, aktívisti í Úkraínu, fékk áhuga á að læra ljósmyndun þegar hún varð vitni að Maidan byltingunni í Kyiv árið 2014. Hún stefnir á framtíð sem ljósmyndari og bíður frétta frá virtum ljósmyndaskóla í Þýskalandi. Hún er sjálfboðaliði á hersjúkrahúsi fyrir slasaða hermenn sem koma beint frá vígstöðvunum. Julia kynnist hermanni sem kallar sig English. Þegar hún tekur English með sér heim í fjölskyldubrúðkaup koma falin leyndarmál í ljós. Julia Blue fjallar um kostnaðinn af ást og stríði, og sársaukafullar ákvarðanir.

Úkraínuverkefni Háskóla Íslands heyrir undir EDDU rannsóknasetur og hefur það að markmiði að auka þekkingu og skilning á Úkraínu í íslensku samfélagi, m.a. með því að skipuleggja viðburði fyrir almenning. Sérstök áhersla er á menningarlíf, sögu, fjölmiðla og stjórnmál. Umsjón með því hafa Jón Ólafsson prófessor og Helga Brekkan verkefnastjóri.

Image