Header Paragraph

Málþing: Stríð og pólitískur vilji

Image

Málþing á vegum Úkraínuseturs Háskóla Íslands
12. október, kl. 18.00 -19.30
Veröld – Hús Vigdísar, Auðarsalur

Undanfarna mánuði hefur Úkraínuher sótt fram gegn Rússum á svæðum sem þeir hafa haldið frá því í fyrra. Þótt tekist hafi að losa nokkur rússnesk svæði undan rússnesku hernámi, hefur framsóknin gengið hægar en vonir stóðu til. Eftir umtalsverða landvinninga á síðasta ári standa Úkraínumenn nú frammi fyrir því að frekari sigrar kosti gífurlega baráttu og mannfórnir. Við slíkar kringumstæður reynir á vilja Evrópuþjóða og Bandaríkjanna til að halda áfram fjárstuðningi og vopnasendingum og vekur spurningar um hvar mörk stuðnings þeirra liggi. Á sama tíma verða raddir háværari í Evrópu um einhverskonar friðarsamninga þar sem Úkraína þyrfti að gefa eftir gagnvart Rússum og horfast í augu við að hluti Úkraínu verði áfram undir yfirráðum þeirra. Á málþinginu verður rætt um þessa stöðu og þann pólitíska veruleika sem hún getur af sér.

Dr. Volodymyr Dubovyk mun halda erindi á Zoom og að þvi loknu taka þátt í umræðum í pallborði ásamt Alberti Jónssyni, sérfræðingi í alþjóðamálum og Hallgrími Indriðasyni, fréttamanni á RÚV undir stjórn Rósu Magnúsdóttur, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Dr. Volodymyr Dubovyk hefur starfað við Odessa I. Mechnikov þjóðháskólann frá árinu 1992. Hann hefur verið dósent við deild alþjóðasamskipta síðan 1996 og gegnt starfi forstöðumanns Miðstöðvar alþjóðlegra fræða frá 1999. Dubovyk hefur í eigin rannsóknum sem og kennslu fjallað um utanríkisstefnu Bandaríkjanna, samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu, svæðisöryggi Svartahafs og utanríkisstefnu Úkraínu.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Image