Mikil atvinnuþátttaka flóttafólks á Íslandi
„Það er gríðarlega há atvinnuþátttaka meðal flóttamanna, Úkraínubúa og Venesúelabúa sérstaklega,“ segir Guðlaug Hrönn Pétursdóttir, deildarstjóri flóttamannadeildar hjá Vinnumálastofnun. Guðlaugir segir að gróflega megi skipta flóttafólki sem kemur til Íslands í þrjá álíka stóra hópa, þau sem koma frá Úkraínu, Venesúela og svo frá öðrum löndum. Flestir vilji byrja að vinna fljótlega eftir komuna til landsins, en sumir fari fyrst á tungumálanámsskeið áður en þau fari út á atvinnumarkaðinn. „Það er svo gaman að aðstoða fólk, þegar það getur liggur við bara valið úr störfum,“ segir Guðlaug sem ræðir móttöku flóttafólks og atvinnumál flóttafólks í nýjasta hlaðvarpsþætti Úkraínuverkefnisins, og hægt er að hlusta á viðtalið við Guðlaugu hér.
Úkraínuhlaðvarpið verður með vikulega þætti í sumar. Nýir þættir munu birtast á Spotify sem og vef og samfélagsmiðlum Úkraínuverkefnisins á hverjum föstudegi.