Gestur Úkraínuhlaðvarpsins að þessu sinni er Urður Gunnarsdóttir, fyrrum talsmaður fyrir sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Kosovo og Bosníu-Herzegovínu. Urður hefur einnig unnið sem talsmaður og síðar sérlegur aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE. Í þættinum ræðir hún um starfsemi ÖSE í Úkraínu fyrir innrás Rússa, og með hvaða hætti uppbygging gæti litið út í Úkraínu þegar stríði lýkur og friður kemst á, á ný.

Urður ræðir einnig um uppbyggingu í Kosovo og Bosníu eftir stríðsátökin á Balkanskaga og hvernig þau átök eru ólík stríðsátökunum í Úkraínu.

Úkraínuhlaðvarpið verður með vikulega þætti í sumar. Nýjir þættir munu birtast á Spotify sem og vef og samfélagsmiðlum Úkraínuverkefnisins á hverjum föstudegi.

Image
""