Header Paragraph

Vilborg Davíðsdóttir: Garðaríki, suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf

Image

Fimmtudaginn 9. nóvember mun rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir verða gestur Úkraínuseturs Háskóla Íslands og segja frá rannsóknum sínum á sögu Úkraínu. Sögulegar skáldsögur Vilborgar eru gott dæmi um listræna úrvinnslu á fornum menningararfi sem byggir á fjölbreytilegum heimildum og rannsóknum fræðimanna. Nýjasta bók hennar er Land næturinnar, þar sem Vilborg fjallar um Þorgerði Þorsteinsdóttur sem hefur lifað harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði.

Vilborg sýnir kort og myndir og segir frá ferðalagi sínu við ritun bókarinnar.

Öll velkomin í Auðarsal í Veröld 9. nóvember kl.18.00.

Image