Image

Lífið í Kherson undir og eftir hernám Rússa

Vladimir Pútín lýsti því yfir í ræðu þann 24. febrúar 2022 að Rússar ætluðu ekki að hernema úkraínsk svæði. Það reyndist lygi, sem og orð Dmitri Peskov talsmanns hans, tveimur dögum áður er hann sagði að Rússland myndi aldrei ráðast fyrst inn. Eftir að innrásin hófst í Úkraínu þann 24. febrúar 2022 hertóku Rússar Kherson og nágrenni. Eftir hernámið voru íbúar Kherson óttaslegnir vegna þess að líf þeirra breyttist strax. Chernenko fjölskyldan dvaldi í Kherson þessa hörmungartíma. Þau yfirgáfu borgina fyrst eftir átta mánuði þegar þau fóru til Kyiv að sjá lík sonarins Antons. Iryna Leonidivna og Yulia dóttir hennar deildu sögu sinni um lífið í hernáminu með Klöru Sibilova. Þær deildu einnig sögu sinni um Anton, og hægt er að lesa hana hér.

Í greininni eru lýsingar á ofbeldi og stríðsglæpum sem gæti reynst verið erfitt fyrir suma lesendur að lesa um.

Systkinin Anton og Yulia með stóran blómvönd. 

 

Þegar Rússanir réðust inn í Kherson

Iryna man vel eftir deginum sem Rússar réðust inn í heimaborg hennar. „Þann 24. febrúar réðust Rússar inn í borgina. Á götunni voru skriðdrekar, brynvarðir hermenn, hópur vélbyssuliða. Hvergi neinar tilkynningar. Rússarnir réðust inn, dreifðust um borgina og hertóku allt. Skriðdrekar, brynvarðir og þungvopnaðir hermenn æddu um götur, settu útgöngubann og einangruðu fólk á heimilum sínum. Útgöngubannið hófst klukkan 14:00. Rússarnir létu greipar sópa: verslanir, kirkjur, brutu rúður og tóku peninga, tæki, tóku hreinlega allt sem þeir vildu. Hermennirnir voru af ólíkum þjóðernum innan Rússlands eins og Tjetjenar, Buryatar, Udmurtíumenn. Í Chornobayivka börðust Tjetjenar einu sinni við Udmúríumenn. Þeir höfðu rænt hús en skiptu ekki á milli sín, þeir réðust þá hver á annan og skáru með hnífum. Við búum í 9 hæða byggingu og notuðum lás til að loka innkeyrsluhurðinni á kvöldin, af því að Rússar fóru um íbúðir, gerðu húsleitir og skutu fólk. Sumir vildu yfirgefa hernámið. Einhverjir voru heppnir og aðrir voru skotnir af Rússum.“

 

Systkinin Anton og Yulia.

Aðeins rússneskt sjónvarp, símatenging og internet

Eftir innrás Rússa í Kherson tókst þeim fljótlega að loka fyrir allar úkraínskar símatengingar, sjónvarp og internet og nýttu rússneska fjölmiðla til að dreifa rússneskum áróðri. Rússneskt símasamband og internet var undir eftirliti. „Rússar fóru inn í borgina og rufu úkraínsk fjarskiptanet. Sjónvarpsturninn var sprengdur í loft upp. Þeir settu dýnamít og sprengdu allt. Myndatökumenn Rússa tóku allt upp og sögðu að þetta væri allt gert af úkraínska hernum. Það var sýnt strax í rússnesku sjónvarpi. Og hvernig gat úkraínski herinn komist þangað og tekið upp? Úkraínskum sjónvarpsstöðvum og úkraínskum fjarskiptum var lokað,“ segir Iryna.

Fyrstu þrjá mánuðina í Kherson mætti almenningur í úkraínsk mótmæli, Rússar voru vopnaðir á skriðdrekum. Þetta var ekki sýnt í rússneskum fjölmiðlum. Vilji þjóðarinnar skipti þá ekki máli. Fljótlega hófu Rússarnir að eitra með gasi og skjóta á mótmælendur. Úkraínumenn voru nú eftirlýstir og pyntaðir af Rússum. Iryna hafði ekki tækifæri til að fara til að mótmæla. „Við fórum ekki sjálf á mótmælin, því þau voru í miðbænum. Við komumst ekki því við búum í útjaðri borgarinnar. Aðeins þeir sem bjuggu í miðbænum eða áttu reiðhjól eða bíl fóru. Ef Rússarnir voru ekki búnir að taka það. Rússar gengu á milli okkar og öskruðu að Rússland sé hér að eilífu. En við vildum ekki búa í Rússlandi. Fólk hélt mótspyrnu sinni og beið eftir Úkraínu,“ segir Iryna.

Allt var slæmt undir hernáminu, engin lyf eða öruggar flóttaleiðir. Rússar leyfðu hvorki brottflutning veikra barna og fólks né innflutning á úkraínskum lyfjum og matvælum. Aðeins lággæða rússnesk lyf voru flutt inn. Í kjölfarið var bannað að greiða með úkraínskum bankakortum og gjaldeyri. Þeir kröfðust notkunar rússneskra rúblna. Rússar rændu hraðbanka og banka. Rúblur voru teknar upp og öllum bönkum var lokað.

Iryna segir að Rússar beri í sér hatur og öfund í garð Úkraínufólks. „Rússarnir bera í sér hatur, fyrir þeim erum við nasistar og Banderítar (innsk. höf.:  Rússar segja allt Úkraínufólk vera Banderíta, en það uppnefni er kennt við Stepan Bandera sem var úkraínskur þjóðernissinni). Rússar tóku ekki einu sinni eftir því að það væri mikið af rússneskumælandi fólki, fyrir þeim var þetta fólk einnig nasistar og Banderítar. Þegar Rússar komu inn í þorpin sáu þeir að fólk lifði betur og þeir fylltust öfundar. Því það var ekkert slíkt heima hjá þeim, þeir eru með útiklósett og baðhús. Gamalt fólk frá þorpunum nálægt Kherson Stanislav, Bilozerka, Kruglozerka, Oleksiivka og Komyshanka sögðu að sumir Rússar hefðu sagt í reiði: „Hvernig er þetta hægt? Hvers vegna búum við verr í borginni en þau gera í þorpunum?“

Yulia segir að það hafi verið mikill skortur á rafmagni og vatni.  „Í um tvo mánuði var hvorki rafmagn né vatn að fá. Við elduðum úti nálægt húsinu á varðeldi. Nágrannar komu með mat, sem áttu eitthhvað í ísskápum eða frysti. Við hittumst, hituðum upp og töluðum saman. Við sögðum ólíkar sögur úr lífinu. Einhvern veginn urðu allir nánari. Við söfnuðum vatni eða það var afhent. En það var ekki nóg fyrir alla. Þegar það var kalt og rigning var fólk fullklætt heima og reyndi að halda á sér hita. Enginn vissi hvenær þeir myndu útvega rafmagn og vatn.“

Anton og Iryna, móðir hans. 

 

Rússneskir skólar

Rússar innleiddu menntakerfið sitt. Menntunin var á rússnesku. Skólabörnum var kennd ný saga, sem Kremlverjar telja rétta. þar sem Úkraína er hluti af Rússlandi. Skólabörn sungu þjóðsöng Rússlands á hverjum degi og skrifuðu þakklætisljóð til rússneskra hermanna. Þjálfunin fór fram undir nánu eftirliti rússneskra hermanna sem stóðu vopnaðan vörð um börn í skólanum. Foreldrar fengu ekki að fara inn í skólann. Þess vegna voru ekki margir til í að senda börn sín í slíkan skóla. En Rússarnir notuðu uppáhalds sannfæringaraðferðina sína - hótanir. Þeir hótuðu foreldrum að nema börn þeirra á brott og svipta þau forræðinu.

Yulia vildi ekki senda son sinn í rússneskan skóla: „Ég sendi barnið mitt ekki í þann skóla undir neinum kringumstæðum. Hann varð 6 ára og varð að fara í fyrsta bekk. Kennarar voru neyddir til að tala rússnesku, og þeir sem reyndu að tala úkraínsku þvingaðir í endurmenntun. Því sagði ég að það væri of snemmt fyrir son minn að fara í skóla, hann fer fyrst sjö ára. Og ég var svo heppin að við fórum á brott í lok september. En annað fólk neyddist til að senda börn sín í rússneskan skóla vegna þess að þau voru eldri.“

 

 

Image

Fölsuð þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin 23.-27. september 2022 til að réttlæta innlimun Kherson-héraðsins og hernumdum svæðum í Zaporizhzhya-héraði, Donetsk og Luhansk. Rússar tilkynntu að 87,05% íbúa í Kherson héraði kusu að ganga til liðs við Rússland. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ólögleg samkvæmt alþjóðalögum og hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum sem brot á sáttmálum þeirra. En Rússar búa til sín eigin lög. Þeir safna samstarfsaðilum og fólki sem styður „rússneska heiminn“ fyrir eigin fréttaflutning til að skapa fullkomna mynd fyrir rússneska fjölmiðla. Rússneskir hermenn með vélbyssur fóru hús úr húsi og neyddu fólk til að kjósa. En í raun og veru var allt ákveðið og álit fólks ekki mikilvægt. Chernenko fjölskyldan fór ekki að kjósa: „Hvað er málið? Bróðir minn dó og ég mun fara að kjósa Rússland. Auðvitað ekki!““ segir Yulia.

 

Ofbeldi og pyntingar

Í Kherson voru fjórir pyntingarklefar, þar af var einn þeirra fyrir börn. Börn voru pyntuð og misnotuð. Rússarnir gerðu þetta fyrir framan foreldrana. Þeir helltu vatni á yfir þau og gáfu þeim raflost. Það eru einnig margir pyntingarklefar á vinstri árbakka í hernámi Kherson svæðisins líka, ekki aðeins á þeim hægri. Þegar vinstri hlutinn verður frelsaður mun margt koma í ljós. Kunningi Yuliu, var pyntaður í einum pyntingaklefanna í Kherson. ,,Hann á fjölskyldu, barn og konu. Hann var sóttur einn daginn og ættingjar hans vissu ekki um hann. Hann var látinn dúsa í klefa fyrir dæmda. Hann barinn og pyntaður og látinn svelta. Kona hans færði honum mat en Rússarnir færðu honum aldrei matinn. Einhver hafði sagt að hann væri með byssu og því var hann handtekinn, en hann átti ekki byssu. Það var einhver sem ásakaði hann til að fá greiðslu frá rússneska hernámsliðinu. Rússarnir vissu ekki hvort ásakanirnar væru sannar eða ekki, þeim var alveg sama. Manninum var haldið í klefanum í þrjár vikur. Þá var honum sleppt og hann sneri aftur heim til fjölskyldu sinnar. Á meðan hann var í varðhaldi gat enginn haft samband við hann. Enginn vissi í hvaða ástandi hann var eða hvað hann hafði þurft að þola. Hann er hræddur við að rifja upp það sem gerðist,“ segir Yulia. 

Yulia lýsir einnig ofbeldinu sem eignmaður hennar varð fyrir af völdum Rússa. „Maðurinn minn var tvisvar tekinn og látinn afklæðast á meðan vélbyssum var miðað við hann. Rússarnir voru að kanna hvort hann væri með húðflúr með úkraínskum táknum. Einu sinni var hann eltur af brynvörðum vagni Rússa þegar hann ók í bíl. Þegar hann var handtekinn slasaðist hann á hendi. Hann bað um að fara á sjúkrahús en Rússarnir slepptu honum. Líklega var hann heppinn því þetta var á tíma útgöngubannsins. Rússar þurftu enga sérstakar ástæðu til að myrða fólk og upplýsingar komu úr öllum áttum. Fólk sem heyrði eitthvað úti á götu gat kjaftað því til yfirvalda, gamlar konur á ferli í almenningsgörðum gátu sumar selt Rússum upplýsingar, símtöl voru hleruð og fleira.“

 

 

 

 

Rútur með fólk á flótta frá hernumdum svæðum. 

Bílstjórar þurftu að greiða Rússum mútur til að fá að keyra burt frá svæðinu. Rússneskir hermenn heimtuðu að fara í gegnum farangur fólks og yfirheyrðu marga farþeganna. 

 

Rýming frá hernumdu svæðum

Iryna lýsir miskunarleysi Rússa gagnvart þeim sem reyndu að flýja hernámið. „Rússar leyfðu ekki formlega brottflutning. Fólk lagði líf sitt í hættu og var að reyna að komast burt úr hernámi þeirra. Sumir óttuðust að fara. Sumir voru svo heppnir að fara strax. Sumir voru skotnir af Rússum. Þeir tóku ekki einu sinni tillit til þess því að skrifað væri „BÖRN“  á bíla. Rússarnir skutu á fólk á öllum mögulegum og ómögulegum vegum sem það ók. Þeir þurftu ekki ástæðu til að skjóta á fólk. Þeir óku yfir bíla með fólk á brynvörðum tækjum sér til skemmtunar.“

Fólk sem ekki átti bíl þurfti að borga flutningsaðilum en rússneskir hermenn heimtuðu mútur. Því seldu Kherson íbúar seldu allt frá íbúðum, tækjum, húsgögnum til að safna peningum. Það voru líka sjálfboðaliðar sem hjálpuðu til við að rýma ókeypis. Iryna beið ásamt ættingjum í þrjá mánuði eftir að komast burt. Þau fóru að Vasylivka eftirlitsstöðinni, sem  aðal eftirlitsstöð Rússa áður en farið er á frá hernumda svæðinu.  En fyrst eyddu þau öllum myndum í símanum sínum sem gætu valdið vandræðum. Eyddu öllum upplýsingum um Úkraínu og þjóðrækinn efni, einnig smáskilaboðum til öryggis. Vegna þess að Rússar á óteljandi eftirlitsstöðvum gætu athugað ekki aðeins skjöl, einnig símann, einkamyndir og samtöl.

Það var enginn hægðarleikur fyrir fjölskylduna að flýja frá Kherson og hernámið. Rússar yfirheyrði fólkið og fór í gegnum eigur þeirra. „Við fórum með ferju til Oleshki og síðan til Vasylivka. Þegar við vorum að fara rétti bílstjórinn rússneskum hermanni peninga. Hver bíll og rúta greiddu rússneska hernum mútur. Við fórum gegnum síun og FSB yfirheyrslur (innsk. FSB er Alríkislögregla rússneska sambandsríkisins). FSB menn spurðu margra spurninga eins og: ,,Af hverju eigið þið ekki rússneskt vegabréf?“ Við svöruðum: „Við höfðum bara ekki tíma, áttum ekki peninga.“ Vegabréfið sjálft er ekki ókeypis, það þarf að borga fyrir myndina og eitthvað fleira. En mér datt ekki einu sinni í hug að taka það. Sonur minn var hermaður. Okkur var sagt að fara úr rútunni og taka dótið okkar út úr bílnum. Rússar leituðu í hverri ferðatösku, í öllu. Þeir gátu lyft hlutum með vopnum sínum eða þvingað okkur. Þá sprakk sprengja um 100m frá okkur. Við féllum til jarðar. Börnin grétu, það var rigning. Eftir fimm tíma voru Rússarnir búnir að tékka á dótinu okkar og fólk tíndi upp alla hluti úr drullunni. Síðan kom FSB maður. Menn voru rifnir út úr rútunni og afklæddir á nærbuxurnar. Konurnar og börnin voru áfram í rútunni. FSB-maðurinn kom og spurði fólk ýmissa dónalegra spurninga: „Af hverju ertu með svona klippingu? Af hverju fæddist þú svona snemma?“ Þarna var 15 ára drengur með sítt hár. Og maðurinn sagði við hann: „Ég myndi klippa hárið á þér núna, ertu karl eða hver? Hvers konar hárgreiðsla er þetta?“ Drengurinn varð hræddur. Svo var stúlka um 18 ára gömul. Hún átti barn sem var sex mánaða. Hann spurði: „Hvað ertu gömul? Hvers vegna í ósköpunum fæddir þú? Þú ættir að leika þér með dúkkur og fara í skólann.“ Og svo aðrar ögrandi spurningar: „Af hverju ertu að fara? Sannaðu að þú sért fatlaður. Í hvaða hluta líkamans ertu fatlaður? Á hverju lifðir þú í hernáminu? Hvaðan fékkstu peningana? Hvers vegna vildirðu ekki skipta hrivnum fyrir rúblur? Af hverju ertu að fara án rússnesks vegabréfs? Þetta er nú þegar yfirráðasvæði Rússlands, þú ættir nú þegar að hafa rússnesk vegabréf.“ 

Chernenko fjölskyldan var heppin að sleppa. Eftir Vasylivka fóru þau til Zaporizhzhja. Það gladdi þau að sjá úkraínska hermenn á leiðinni og þau fundu fyrir létti. Í Zaporizhzhya útveguðu sjálfboðaliðar mat, vatn og svefnpláss. Daginn eftir lögðu þau af stað til Kíev.

 

Rússneskt vegabréf

Eftir 17 mánaða hernám í Kherson héraði höfðu Rússar völd til að gera það sem þeir vilja. Meginmarkmiðið var að þvinga fólk til að taka rússneskan ríkisborgararétt.  Pútín sagði að þeir verndi rússneska ríkisborgara. Án rússnesks vegabréfs gat fólk ekki unnið, fengið fæðingarvottorð fyrir barn, ekið milli borga, eða átt yfir höfði sér fangelsi eða brottvísun. Fyrirtæki, bílar og íbúðir urðu að vera skráðar á rússneskum skráningarsíðum. Fólk gat líka misst aðgang að aðstoð eða lífeyri sínum. Rússneska ríkið sagði við íbúana: „Þú ert ekki lengur Úkraínumaður,“ “ segir Iryna.

Iryna segir Rússa neyða fólk til að fá sér rússneskt vegabréf og fólk án þeirra skipti þá ekki máli. „Nú neyða Rússar fólk til að taka rússneskt vegabréf á hernámssvæðum. Jafnvel þegar þeir sprengdu Kakhovska stífluna, björguðu þeir ekki fólki án rússnesks vegabréfs. Margir drukknuðu í Golya Prystan, í Oleshki. Lík fólks og hræ dýra voru alls staðar. Frænka mín er enn á hernumda svæðinu. Þar í borginni á hernámstímanum fengu þau ekkert að borða, og enga vinnu, hún og kærastinn hennar fóru á vinstri bakkann til foreldra kærastans í þorpinu. Og svo geturðu nú farið til yfirráðasvæðis Úkraínu um Krím-Rússland-Evrópu-Úkraínu,“ segir Iryna. 

Iryna segir að í Úkraínu hafi fólk rétt á eigin skoðunum, en ekki undir hernámi Rússa. „Við hvern átti að tala þarna? Þeir höfðu ekki áhuga. Þeir koma bara, hringja á skrifstofu herforingjans og nema þig á brott. Og þeir eiga við þig þarna í fangabúðunum. Það spyr enginn um þína skoðun, enginn tekur ekki tillit til þín. Í Úkraínu átt þú rétt á eigin skoðunum en ekki þarna. Rússar líta á fólk eins og rusl. Við hvern talarðu þar? Þú ert á gangi róleg með barn og Rússinn mætir þér með vélbyssu. Hann mun vilja skjóta þig, hann mun ekki spyrja. Vegna þess að hann langaði til þess. Þeir drukku stöðugt, á hverjum degi. Skipting hermanna varð tíðari og í hvert sinn versnuðu þeir.“

Image

Lífið í hinu frelsaða Kherson

„Ég hef oft lent í aðstæðum þegar ég hélt að þetta væru endalokin, að ég mundi bara liggja þarna,“ segir Yulia þegar hún lýsir lífinu í Kherson undir hernáminu. Tveimur mánuðum síðar sneri Yulia aftur til Kherson sem var nú frelsað. Eftir hernámið fór eiginmaður hennar sjálfviljugur til að verja Úkraínu. Yulia og sonur hennar sneru aftur til Kherson til að styðja hann. Lífið í Kherson var enn erfitt. Rússar réðust stöðugt á borgina, einhver lést daglega. Eldflaugar og sprengjur féllu á hús, strætóskýli, sjálfboðaliða og fleira. Tavriysky-hverfi Yuliu varð einnig fyrir árás. Einu sinni féll rússnesk eldflaug nálægt húsinu og skemmdi íbúðina, gler splundraðist og skemmdi veggi og húsgögn. Íbúðin var ekki lengur íbúðarhæf. Þá flutti hún og sonur hennar í íbúð Irynu, sem var í 16 hæða byggingu. Yulia man eftir tveimur hræðilegum nóttum áður en Rússar sprengdu Kakhovska stífluna í loft upp. „Ég man að þeir skutu á okkur átta sinnum. Ég var með syni mínum í íbúðinni. Ég greip hann og setti hann inn á ganginn þar sem engir gluggar voru. Ég opnaði gluggana til loftræstingar, vegna sprengibylgjuna. Við sátum á ganginum með syni okkar og heyrði sprengingar hverja á eftir annarri, um átta sprengingar. Ég sá hvernig 16 hæða háhýsið skemmdist, öll byggingin var eyðilögð. Einbýlishús loguðu líka í nágrenninu alla nóttina. Þegar flugskeytum hættu að falla fóru Rússarnir að nota fosfórsprengjur. Ég dró dýnuna á gólfið á ganginum þar sem við sonur minn sváfum í um tvo tíma. Nóttin var svo erfið að daginn eftir skildi ég ekki hvar ég var, eða hvað var að gerast. Ég var örmagna. Ég sofnaði og vaknaði daginn eftir. Ég heyrði ekki neitt sem gerðist á nóttunni. Frænka mín hringdi í mig og spurði:  „Yulia, er allt í lagi með þig?“  Ég sagði: „Já. Hvað gerðist?“ Hún sagði: „Það er búið að flæða yfir þig. Rússar sprengdu Kakhovska stífluna.“

Yulia segir frá því að vatnið hafi ekki náð til hennar svæðis. Í Kherson var flóð í miðbænum, Shumensky-hverfinu, Korabelny og öðrum sem voru fyrir neðan. „Þetta var hryllingur. Margir sjálfboðaliðar komu til bjargar og komu með báta, mat og mannúðaraðstoð. Það voru líka hermenn og aðrir. En umfang hamfaranna var hræðilegt. Það vantaði sérfræðinga. Það var skólp og mengun í vatninu. Fnykur yfir borginni. Áður en þessi hryllingur hófst fóru Rússar að skjóta á borgina, þeir skutu á sjálfboðaliðana og fólk særðist. Flóðahúsin eru gjöreyðilögð. Þeim verður ekki bjargað lengur, ólyktin seitlaði inn í veggina. Talsverð hjálp barst hingað. En fólk lifir nú hvern dag eins og hann væri sá síðasti. Það er engin gleði lengur í lífinu. Það er engin stemning eins og áður. Ég skil af því að ég á barn og þarf að lifa fyrir barnið. En jafnvel sjö ára sonur minn skilur að Rússland er slæmt og að þeir vilja drepa okkur. Í sjónvarpinu segja Rússar að þeir séu komnir til að vernda okkur. En ég skil ekki fyrir hverju Rússar eru að vernda okkur? Fyrir lífinu og öllu.“

Sonur Yuliu með úkraínska fánann. 

Nú bý Yulia með barni sínu og móður í Kíev. Þau geta ekki lengur búið í Kherson undir skotárásunum. Eiginmaður Júliu berst í hernum, bróðir hennar bauð sig einnig fram til að berjast fyrir Úkraínu og lést. Nú líður fjölskyldunni betur í Kíev. Fólk býr öðruvísi í Kíev. En þrátt fyrir það skjóta Rússar flugskeytum á borgina. Rússnesk eldflaug lenti nokkrum húsaröðum frá Yuliu og fólk lést. Hún viðurkennir að stundum verði hún fyrir andúð vegna þess að þau eru flóttafólk. Sumir halda að þau hafi flutt til að fá peninga og mannúðaraðstoð. Auðvitað er ekki auðvelt að vera á flótta. Sérstaklega þegar Rússar ráku innfædda á brott og tóku húsin þeirra. En Yuliu dreymir um að snúa aftur til Kherson, heimabæjarins, með fjölskyldu sinni.

                                                                                  Klara Sibilova, nemi í íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.