Staðreyndavaktin og list á stríðstímum
Victoria Bakshina, tungumálakennari og þýðandi, og Þorgrímur Kári Snævarr, sagnfræðingur og laganemi eru gestir Úkraínuhlaðvarpsins að þessu sinni en þau starfa jafnframt bæði við Úkraínuverkefnið í sumar.
Í þættinum segja þau frá greinum og efni sem þau hafa verið að skrifa fyrir verkefnið í sumar. Þorgrímur hefur verið með Staðreyndavaktina og Victoria hefur skrifað greinar um listsköpun á stríðstímum og stöðu safna á hernumdu svæðunum í Úkraínu. Þau segja einnig frá samstarfi sínu við grein um UngHer á hernumdu svæðunum í Úkraínu, en Victoria skrifaði greinina og Þorgrímur teiknaði skopmynd af Putin fyrir greinina.
Hér eru greinar Þorgríms á Staðreyndavaktinni.
Hér er grein Victoriu um Ungher á hernumdu svæðunum og með skopteikningu eftir Þorgrím.
Fleiri greinar eftir Victoriu og Þorgrím er að finna á vefsíðu Úkraínuverkefnisins; www.ukraina.hi.is
Úkraínuhlaðvarpið verður með vikulega þætti í sumar. Nýjir þættir munu birtast á Spotify sem og vef og samfélagsmiðlum Úkraínuverkefnisins á hverjum föstudegi.