Sögur úr stríðinu
Klara Sibilova og Zuzanna Elvira Korpak eru gestir Úkraínuhlaðvarpsins að þessu sinni, en í sumar starfa þær báðar við Úkraínuverkefnið. Í hlaðvarpsþættinum ræða þær greinar og viðtöl sem þær hafa unnið og birt á vefsíðunni ukraina.hi.is og þau verkefni og áherslur sem þær munu taka fyrir í skrifum sínum í sumar. Zuzanna er ættuð frá Póllandi en ólst upp á Íslandi frá 5 ára aldri. Hún þekkir því vel til mála í Póllandi og birti nýverið grein um umfjöllun og umræðu um úkraínska flóttamenn þar í landi, sem hægt er að lesa hér. Klara, sem er uppalin í Úkraínu, mun í sumar beina sjónum sínum sérstaklega að sögu fólks sem enn er í Úkraínu. Viðtal hennar við mægðurnar Irenu og Yulu, um bróður Yuliu Anton sem lést í stríðsátökum í Úkraínu. Hægt er að lesa viðtalið um sögu Antons hér. Zuzanna tók nýverið viðtal við úkraínska konu sem flúði frá Úkraínu til Póllands og áfram til Íslands. Hægt er að lesa viðtal Zuzönnu við úkraínsku flóttakonuna hér.
Úkraínuhlaðvarpið verður með vikulega þætti í sumar. Nýir þættir munu birtast á Spotify sem og vef og samfélagsmiðlum Úkraínuverkefnisins á hverjum föstudegi.